Umhverfisstefna
Reykjavik Excursions - Kynnisferðir leggja áherslu á að bæta stöðugt frammistöðu sína í umhverfismálum og styðjast við umhverfisstjórnunarkerfi sem fylgir hinum alþjóðlega staðli ISO 14001:2015.
Stefna fyrirtækisins er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni og nýta auðlindir eins vel og kostur er.
Það er gert með því að skilgreina umhverfisþætti, stjórna þeim og vakta. Til að stýra og draga úr umhverfisáhrifum eru árlega sett fram umhverfismarkmið og framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná þeim. Markvisst er stuðlað að umhverfisvænum innkaupum, stöðugum umbótum og aukinni umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina. Kynnisferðir fylgja gildandi ákvæðum laga og reglugerða, fyrirmælum opinberra aðila og öðrum kröfum í starfsemi sinni.
Reykjavik Excursions - Kynnisferðir Kynnisferðir hafa eftirfarandi að leiðarljósi:
- Vakta og stýra mikilvægum umhverfisþáttum fyrirtækisins. Lögð er áhersla á ábyrga nýtingu auðlinda, draga úr úrgangi og flokka til endurvinnslu.
- Draga úr útblæstri frá bifreiðum meðal annars með endurnýjun bílaflota, innleiða tækninýjungar, veita fyrirbyggjandi viðhald og þjálfa bílstjóra í vistakstri.
- Auka umhverfisvitund allra starfsmanna með viðeigandi þjálfun og upplýsingum um umhverfisáhrif starfseminnar.
- Tryggja að starfsfólk þekki og fylgi skráðum reglum um innkaup, meðhöndlun og förgun varasamra efna og viðbrögð í neyðartilfellum.
- Upplýsa viðskiptavini um mikilvægi umhverfisverndar og góðrar umgengni um landið.
- Leitast er við að velja þjónustuaðila eða birgja með viðurkennt umhverfisstjórnunarkerfi fram yfir aðra. Þjónustuaðilum og verktökum eru kynntar áherslur fyrirtækisins í umhverfismálum.
- Framkvæma reglulega umhverfismat ferða og vinna að úrbótum sem stuðla að aukinni umhverfisvernd.
- Hafa virkar viðbragðs- og rýmingaráætlanir sem eru í stöðugri endurskoðun.
- Skrá öll mengunarslys og óhöpp sem gerast í rekstrinum. Fylgja eftir tilkynningaskyldu til opinberra aðila er varðar umhverfismál.
- Setja mælanleg markmið til að fylgjast með stöðu og þróun umhverfismála.
- Yfirlit um stöðu umhverfismála er tekið saman árlega og kynnt fyrir starfsfólki
Kynnisferðir hafa skuldbundið sig til að nálgast náttúru Íslands með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og vera fyrirmynd annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu.